Meðgöngu Plan Vika 30 - 34
Framhald af síðasta prógrami, en með breytingum og aðlögun að stækkandi kúlu og líkamlegum breytingum. Þriðji hluti meðgöngu felur í sér enn frekari breytingar og líðan svo það er mikilvægt að taka tillit til þátta sem að líkaminn kallar á. Fræðslan er á sínum stað með auka köflum fyrir þetta stig meðgöngunnar + fræðsluvideo.
4 æfingadagar, Mobility æfingar og leiddir tímar, teygjur og slökun fyrir grindarbotn. Allar æfingar innihalda video með útskýringum og aðlögun æfinga / aðrar æfingar ef að eitthvað hentar ekki. Þjálfarinn sýnir æfingarnar og er sjálf komin 30 - 34 vikur á leið.
Svona lítur prógramið út
UMMÆLI
"Ég er mikil íþróttakona og æfi vel þegar ég er ekki ólétt. Ég hef lært allskonar eins og hvernig á að minnka álag á kvið með því að gera æfingar á hnjám eða sitjandi. Næ að keyra mjög vel á æfingum og ekki fundið fyrir neinum verkjum eða extra þreytu.
Ég fór erlendis og þá var gengið mikið og fann ég td. fyrir í grindinni og mjóbaki. Tók því Mobility + Teygju kaflann einn morguninn sem gerði svo mikið fyrir mig!! Varð mun betri yfir daginn og daginn eftir var verkurinn farinn.
Prógramið gefur mér sjálfstraust og öryggi að æfa þar sem allar æfingar eru vel útskýrðar og hnitmiðaðar. Ég get líka skalað æfingar eftir dagsformi og æft á mínum hraða."
FANNEY GUÐMUNDSDÓTTIR - Íþróttaálfur sem á von á sínu 2 barni