Meðgöngu Plan Vika 20 - 24


Æfingaplanið inniheldur djúsí fræðslu, 4 æfingadaga, teygjur, mobility + leidda mobility tíma ásamt góðum æfingum til þess að slaka á grindarbotni. Allar æfingar innihalda video með útskýringum og aðlögun æfinga / aðrar æfingar ef að eitthvað hentar ekki. Þjálfarinn sýnir æfingarnar og er sjálf komin 20 - 24 vikur á leið.

UMMÆLI


"Ég hef æft 5-7x í viku í mjög langan tíma. Ég hélt áfram að mæta í Crossfit en það kom síðan sá tímapunktur sem ég fann að margar æfingar voru farnar að vera óþæginlegar eins og burpees, upphýfingar, t2b og fullt af fleiri kviðæfingum.


Inn kemur Tinna, algjör snillingur í sínu fagi og tilbúin til að svara öllum spurningum sem ég hef með heilum hug og það sést svo innilega hvað hún hefur mikinn áhuga og vitneskju um hreyfingu á meðgöngu. Sakar ekki hvað æfingarnar eru skemmtilegar, alltaf spennt að komast á æfingu!! Svo má ekki gleyma upphitun og slökunar teygjunum, life safer."


MARÍA BÁRA - Vön að æfa Crossfit og á von á sínu 3 barni

___________________


"Ég hef alltaf verið léleg að sinna mobility og upphitun, hita vanalega alltaf bara upp á bretti eða hjóli en engar æfingar. Ég finn mun ad hita upp með æfingunum líka og myndi aldrei sleppa því núna 😅 Finnst æfingarnar skemmtilegar og passlega langar og hægt ad hafa miskrefjandi eftir dagsforminu. Ég er ekki til smeik við að æfa eins og ég var með mina tvo eldri heldur hef ég gaman að þessu núna."


ANNA KRISTÍN LEIFSD. - Á von á sínu 3 barni